
Ljósmyndaraspjallið
Podkast av Ólafur Jónsson
Áhugaljósmyndarar spjalla um ljósmyndum við hvorn annan og við aðra ljósmyndara, atvinnu og áhugafólk.
Tidsbegrenset tilbud
3 Måneder for 9,00 kr
Deretter 99,00 kr / MånedAvslutt når som helst.
Alle episoder
23 Episoder
Laimonas er ljósmyndari sem kemur upphaflega frá Litháen og flutti til Íslands 2010 og á Sunday & White Studio. Laimonas segir okkur frá hvernig var að flytja til Íslands og hvernig myndavélin hjálpaði honum þegar hann var ekki búin að læra íslensku ásamt því hvað hann er að gera í dag. https://www.sundayandwhitestudio.com/ https://www.instagram.com/sundayandwhitestudio/ Stjórnendur þáttarins Gunnar https://www.thulephoto.is/ [https://www.thulephoto.is/] https://www.instagram.com/thulephoto/ [https://www.instagram.com/thulephoto/] Óli Jóns jons.is/markadssetning-fyrirtækja [https://jons.is/markadssetning-fyrirtaekja/?utm_source=buzzsprout&utm_medium=organic&utm_campaign=ljosmyndaraspjallid&utm_content=IvarEythors] https://www.linkedin.com/in/olijons/ [https://www.linkedin.com/in/olijons/]

Ljósmyndaraspjallið tók á móti henni Rán Bjargar og er hún eini viðmælandi okkar sem kemur í sitt annað spjall hjá okkur. Tilefni þess er ótrúlegur árangur hennar í þeirri U-beyju sem ferillinn hennar tók á undanförnum misserum. Rán var í fremstu röð nýburaljósmyndara landsins en snéri við blaðinu og hóf að ferðast um landið og mynda sem skilaði henni þangað sem hún er í dag. Við ræddum við hana um hvernig er að byrja á núlli aftur, hvernig hún kom sér á framfæri, hvaða þýðingu dróninn hefur fyrir hana, einveru í Noregi, gagnvirkt dagatal frá Eimskip, leyniverkefni með kvikmyndastjörnum og margt fleira. Við þökkum Rán kærlega fyrir komuna og óskum henni góðs gengis með allt í framtíðinni https://www.ranbjargar.com [https://www.ranbjargar.com] https://www.instagram.com/ranbjargar/ [https://www.instagram.com/ranbjargar/] https://www.facebook.com/ranbjargar [https://www.facebook.com/ranbjargar] Linkar á efni sem minnst er á í þættinum: Dagatal Eimskips, myndir og klippur - https://www.eimskip.is/dagatal-2025/ [https://www.eimskip.is/dagatal-2025/] Rán Bjargar í fyrra skiptið í Ljósmyndaraspjallinu https://ljosmyndaraspjallid.buzzsprout.com/1226261/episodes/9200759 Stjórnendur þáttarins Gunnar https://www.thulephoto.is/ [https://www.thulephoto.is/] https://www.instagram.com/thulephoto/ [https://www.instagram.com/thulephoto/] Óli Jóns jons.is/markadssetning-fyrirtækja [https://jons.is/markadssetning-fyrirtaekja/?utm_source=buzzsprout&utm_medium=organic&utm_campaign=ljosmyndaraspjallid&utm_content=IvarEythors] https://www.linkedin.com/in/olijons/ [https://www.linkedin.com/in/olijons/]

Til okkar í spjall kom hann Ívar Eyþórsson. Hann var Gunna kunnugur sem brúðkaupsljósmyndari og nokkuð áberandi á því sviði en það kom skemmtilega á óvart að Ívar er margt til lista lagt og hefur verið í alls kyns auglýsingaljósmyndun og gerð markaðsefnis. Bakgrunnur hans er einmitt að miklu leyti úr þeim geira. Ívar sagði okkur hvernig hann endaði með ljósmyndun sem starfsgrein og hvert hann stefnir sem slíkur. Það má segja að hann hafi nokkuð skýra sýn og viti hvert takmarið er. Ívar var einstaklega þægilegur og vinalegur gestur og þökkum við honum kærlega fyrir að segja okkur sína sögu. Vefur: www.ivareythorsson.com [http://www.ivareythorsson.com] Vefur: www.iestudio.is [http://www.iestudio.is] Instagram: https://www.instagram.com/ivareythorsso [https://www.instagram.com/ivareythorsson] Stjórnendur þáttarins Gunnar https://www.thulephoto.is/ [https://www.thulephoto.is/] https://www.instagram.com/thulephoto/ [https://www.instagram.com/thulephoto/] Óli Jóns jons.is/markadssetning-fyrirtækja [https://jons.is/markadssetning-fyrirtaekja/?utm_source=buzzsprout&utm_medium=organic&utm_campaign=ljosmyndaraspjallid&utm_content=IvarEythors] https://www.linkedin.com/in/olijons/ [https://www.linkedin.com/in/olijons/]

Það hlaut að koma að því! Við ákváðum að bretta upp ermarnar og dusta rykið af Ljósmyndaraspjallinu okkar eftir langa fjarveru. Við vorum pínu ryðgaðir þegar við settumst niður með frábærum viðmælanda til að koma okkur í gang. Til okkar kom Tinna Magg sem vakti athygli okkar fyrir rúmu ári. Á síðunni hennar má sjá að hún tekur portrait myndir af margvíslegum toga og eru þær verulega sérstakar. Þær eru bæði mjög tískuskotnar sem og hlýlegar og persónulegar en á sama hátt sýna konur í kraftmiklu ljósi. Til að átta sig á hvað við eigum við mælum við eindregið með því fólk skoði síðuna hennar og samfélagsmiðla. Tinna hannar marga af þeim “outfittum” eða búningum sem hún notar í tökurnar sínar og það ferli má t.d. sjá með að smella á hlekk hér að neðan. Tinna er einnig myndlistarmaður og hannar og framleiðir gjafakort undir sínu nafni Við þökkum Tinnu fyrir skemmtilegt spjall og óskum henni góðs gengis. Við vonumst til að sjá mikið meira af hennar verkum í framtíðinni. Frá hugmynd að veruleika [https://www.facebook.com/reel/760018406223262] - sjá hvernig Tinna hannar og býr til búning sem skilar sér svo í flottri ljósmynd Vefur: https://tinnamagg.com/about/ Instagram: https://www.instagram.com/tinna_magg Linkar á efni sem minnst er á í þættinum: Ljósmyndarafélag Íslands https://www.ljosmyndarafelag.is/ [https://www.ljosmyndarafelag.is/] Canon á Íslandi Konur í ljósmyndun https://www.facebook.com/photo?fbid=1049913503832698&set=a.552710136886373 Ljósmyndaskólinn https://ljosmyndaskolinn.is/ [https://ljosmyndaskolinn.is/] Instagram mynd Óla hundur og norðurljós https://www.instagram.com/p/DGIQSEjCZ-u/?utm_source=ig_web_button_share_sheet&igsh=MzRlODBiNWFlZA== [https://www.instagram.com/p/DGIQSEjCZ-u/?utm_source=ig_web_button_share_sheet&igsh=MzRlODBiNWFlZA==] Stjórnendur þáttarins Gunnar https://www.thulephoto.is/ [https://www.thulephoto.is/] https://www.instagram.com/thulephoto/ [https://www.instagram.com/thulephoto/] Óli Jóns jons.is/markadssetning-fyrirtækja [https://jons.is/markadssetning-fyrirtaekja/?utm_source=buzzsprout&utm_medium=organic&utm_campaign=ljosmyndaraspjallid&utm_content=IvarEythors] https://www.linkedin.com/in/olijons/ [https://www.linkedin.com/in/olijons/]

Jæja það gerðist, Óli Jóns og Gunnar Freyr gáfu sér loks tíma til að setjast niður og taka upp nýjan þátt af Ljósmyndaraspjallinu. Við leituðum ekki mjög langt af viðmælanda í þetta skiptið, Óli tók viðtal við Gunnar. Gunnar ákvað að demba sér í djúpu laugina og gerast atvinnuljósmyndari. Hann er kominn með ljómandi fínt stúdíó í Grafarvoginum og rekur sitt fyrirtæki undir nafninu Thule Photo [https://www.thulephoto.is/]. Í þessum þætti er farið aðeins yfir ferlið að fara frá áhugamanni í atvinnumann, hvað hefði mátt gera betur, hvað gekk vel og svo fram vegis. Græjuhornið er á sínum stað ásamt allskonar vitleysu og almennri umræðu um ljósmyndun í sínu víðasta samhengi. Af gefnu tilefni biðjumst við velvirðingar á hljóðgæðum en eitthvað hefur tæknistjórinn ryðgað í þessari pásu. Stjórnendur þáttarins Gunnar https://www.thulephoto.is/ [https://www.thulephoto.is/] https://www.instagram.com/thulephoto/ [https://www.instagram.com/thulephoto/] Óli Jóns jons.is/markadssetning-fyrirtækja [https://jons.is/markadssetning-fyrirtaekja/?utm_source=buzzsprout&utm_medium=organic&utm_campaign=ljosmyndaraspjallid&utm_content=IvarEythors] https://www.linkedin.com/in/olijons/ [https://www.linkedin.com/in/olijons/]
Tidsbegrenset tilbud
3 Måneder for 9,00 kr
Deretter 99,00 kr / MånedAvslutt når som helst.
Eksklusive podkaster
Uten reklame
Gratis podkaster
Lydbøker
20 timer i måneden