
Þetta helst
Podkast av RÚV
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Þóru Tómasdóttur.
Prøv gratis i 3 dager
99,00 kr / Måned etter prøveperioden.Avslutt når som helst.
Alle episoder
473 Episoder
Bruninn á Hjarðarhaga í síðustu viku hefur vakið mikla athygli og er til rannsóknar hjá lögreglu. Fjórir menn bjuggu saman í íbúðinni sem er 80 fermetrar að stærð og með þremur herbergjum, samkvæmt fasteignamati. Þeir voru allir að erlendu bergi brotnir. Einn Bandaríkjamaður, einn Tékki og tveir Ungverjar. Þeir tengdust ekki innbyrðis. Búið var að stúka af hluta íbúðarinnar til að búa til fleiri lokuð rými fyrir leigjendurna. Tveir af mönnunum létust í brunanum og sá þriðji særðist alvarlega. Hann komst við illan leik út um glugga á íbúðinni. Fjórði maðurinn var ekki heima þegar þessi harmleikur átti sér stað. Í þetta helst í dag er rætt við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann leigjendasamtakanna, og Sögu Kjartansdóttur hjá ASÍ um þetta búsetufyrirkomulag margra erlendra verkamanna hér á landi, hversu algengt það er og hvaða vandkvæði fylgja því. Guðmundur Hrafn kallar þetta búsetuform herbergjahótel. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Við ætlum að ræða um stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur eftir að hafa verið formaður Sjálfstæðisflokksins í tæpa þrjá mánuði. Nú er farið að bera á gagnrýni í garð Guðrúnar, meðal annars úr stuðningshópi Áslaugar Örnu. Gagnrýnin er viðruð í hlaðvörpum og skoðanagreinum og lútir að því að nýr formaður hafi ekki uppskorið eins og hún sagðist vilja gera. Viðmælendur: Eva Heiða Önnudóttir, Andrés Magnússon, Vigdís Häsler og Ólöf Skaftadóttir. Umsjón: Þóra Tómasdóttir

Stærsta laxeldisfyrirtæki landsins tapaði 3 milljónum evra vegna áhrifa laxalúsar og laxadauða hjá fyrirtækinu. Framleiðsla fyrirtækisins á eldislaxi dróst saman um meira en helming frá fyrsta ársfjórðungi 2024 vegna þessa. Framleiðslan fór frá 2800 tonnum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 og niður í 1100 tonn á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri Arnarlax fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs á þriðjudaginn. Í uppgjörinu kemur fram að um sé að ræða svokallaðar ,,líffræðilegar áskoranir” eða biological challenges á ensku en þetta er hugtak sem kemur ítrekað fram í gögnum um rekstur laxeldisfyrirtækja. Líffræðilegar áskoranir er samheiti yfir skakkaföll í rekstri laxeldisfyrirtækja sem rekja má til veðurs, laxalúsar eða annars konar erfiðleika sem leið til taps. Rætt er við Júlíus Birgi Kristinsson sem er með doktorsgráðu í líffræði með sérhæfingu í lífeðlisfrði laxa eftir mati hans á stöðu sjókvíaeldis á Íslandi í dag. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Evrópska lögreglan Europol hefur áhyggjur af því að skipulagðir brotahópar noti í auknum mæli ungmenni til að fremja fyrir sig alvarlega glæpi. Angar af þeirri þróun hafa birst okkur hér á landi. Europol hefur einnig áhyggjur af því að gervigreindin auki afkastagetu skipulagðra glæpahópa. Fjölþætt starfsemi brotahópanna geti því, að mati Europol, grafið í auknum mæli undan stöðugleika í Evrópuríkjum. Við ræðum við eina Íslendinginn sem starfar hjá Europol, Stefán Sveinsson um nýútkomna greiningarskýrslu Europol. Umsjón: Þóra Tómasdóttir

Í blíðskaparveðrinu sem verið hefur á landinu síðustu daga taka margir fram grillin sín og fíra upp í þeim. Eitt af því sem margir grilla á góðviðrisdögum eru pylsur, ekki síst fyrir börnin. Forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), Steinþór Skúlason, segir að pylsusala fyrirtækisins virka tvöfaldist í góðu veðri eins og verið hefur í landinu síðustu daga. En eru pylsur eins og hjá SS góður matur? Um þetta hafa næringarfræðingar og talsmenn íslensku pylsunnar slegist í gegnum árin. Einn þeirra sem hefur gagnrýnt íslensku pylsuna er næringarfræðingurinn og einkaþjálfaranum Geir Gunnar Markússon. Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Prøv gratis i 3 dager
99,00 kr / Måned etter prøveperioden.Avslutt når som helst.
Eksklusive podkaster
Uten reklame
Gratis podkaster
Lydbøker
20 timer i måneden